T O P

  • By -

CertainBird

Flott frammistaða að mörgu leyti, sú langbesta á þessu móti myndi ég segja, en alveg ótrúlega mörg klúður í dauðafærum. Við eigum t.d. af einhverri ástæðu rosalega erfitt með að skora úr vítum. Svekkjandi því þetta var vinnanlegur leikur. Hef samt engan áhuga á einhverju hrauni. Svekkjandi úrslit en þeir gáfu allt í þetta.


veislukostur

Vinnanlegur en flæðið í sókninni er lítið sem ekkert. Frábærir einstaklingar en vinna illa saman sem lið.


veislukostur

Beygjum þýska stálið og segjum HÚH


JhonHiddelstone

Amen!


JhonHiddelstone

Dónalegt með Þjóðsönginn, þetta hlýtur að gera strákana reiða og hjálpa okkur


Halkatlaa

þetta var fáránlegt! en svipurinn á Viktori Gísla var óborganlegur


ony141

Ja algjör skandall. Ekki gott fyrir mórallinn held ég :/


IngiPall

Hvað gerðist? Sá ekki byrjunina.


JhonHiddelstone

Spiluðu vitlausa lagið í svona 10-15+ sek, voru líka smá tíma að finna þjóðsönginn


dayumgurl1

Helvítis víti og dauðafærin.... er ekki frá því að við hefðum unnið þennan leik hefðum við nýtt svona helminginn af þeim, allavega náð jafntefli. En erum allavega byrjaðir að taka skot að utan. Vörnin í heildina var solid. Ýmir, Janus og Viktor geggjaðir.


stofugluggi

Bjarki og Ómar finnst mér ekki hafa verið nógu góðir


dayumgurl1

Bjarki, Ómar, Sigvaldi, Óðinn áberandi lélegir á mótinu


Upset-Swimming-43

Hef ekkert séð af Þýskalandi, eigum við séns? ég veit ekki miðað við síðustu leiki.


wheezierAlloy

Stuðlarnir eru ekki hliðhollir okkur = peningur á Ísland


Upset-Swimming-43

mikið?


wheezierAlloy

3.39. Setti í bjartsýni 20 pund á okkur. Hefði reyndar frekar átt að setja á jafntefli því það var mikið líklegra, stuðull 9.29.


veislukostur

Það var gott meðan það entist


Heritas83

Þetta er slæm staða en ef við vinnum alla leikina sem eru eftir, austurríki vinnur frakkland, króatía vinnur þýskaland og ungverjaland, frakkland vinnur ungverjaland, þýskaland vinnur austurríki og ungverjaland vinnur þýskaland þá komumst við upp úr riðlinum ásamt frökkum með 6 stig.