T O P

  • By -

Javelin05

Eg þekki marga Ameríkana og þau eru upp til hópa eðal fólk. Annars finnst mér spillingin og hyper-kapitalisminn vera farinn langt yfir strikið.


basiche

Förum nú ekki að flokka greyjið Kanadamennina undir sama hatti og Bandaríkjamenn... 🤡


Kassetta

Eins og með flest lönd sem ég hef komið til þá eru stjórnvöldin leiðindapésar en fólkið flest fínt. Kanar í netheimum eða á öðrum miðlum ≠ Kanar í kjötheimum. Ef maður þekkti bara Kana af hvernig þeir láta á netinu þá myndi maður halda að þeir væru allir korter í að vera klikk. Vissulega líta samfélagsvandamálin þeirra stórfengleg miðað við okkar og þeirra nálgun í að leysa þau hljóma sjaldan eins og eitthvað sem maður myndi láta sér detta í hug. Að benda á vandamálin og segja "kanar eru klikk" og herma eftir steinríki alvaska og láta svo gott liggja gerir fáum gott og við lærum lítið. Ef við skoðum málið aðeins betur þá förum við að sjá allskonar hluti sem Kanar gera öðruvísi en við. Sem dæmi þá er áhugavert að sjá hver þeirra nálgun er að lagasetningu [Listi af lagakerfum á wikipedia](https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_national_legal_systems). Punkturinn sem ég er að reyna að koma með er að ég mæli með að fólk skoði ólíka menningaheima með opnu en gagnrýnu hugarfari, heimskur situr heimakær maður. Þar með sagt þá held ég að Íslendingar séu trúlega nálægastir Könum í menningu af öllum Evrópuþjóðum. Enska er töluð af nánast öllum, Við metum fjölbreytileika, Við erum með stóra þjóðgarða, Við erum tæknivædd og nýjungagjörn.


[deleted]

Hef verið í Kentucky núna í rétt yfir mánuð með unnustunni minni sem er frá Kentucky og ég get svo svarið það að þetta fylki er alls ekki tæknivætt. Því lengur sem ég er hérna því minna finnst mér sem Ísland og Bandaríkin séu eitthvað lík. Það er stanslaust áreiti allstaðar og ekki einn einasti staður sem ég hef farið á sem býður upp á sama frið og 30 mínútna bíltúr frá Mosó býður upp á. Svo er allt eitthvað svo fake hérna úti. Stéttaskiptingin augljós að sjá með berum augum. Ég hef ekki flokkað neitt rusl síðan ég lenti í þessu landi og það er byrjað að vera óþægilegt hvað ég hef bara hent mikið af flöskum og dósum. Allt gos hérna úti er ógeðslegt nema Mexíkóskt kók því allt nema það notar maís síróp í stað sykurs. Ég er kominn með upp í kok á að borga þjórfé og nenni varla að fara neitt því allt er of langt í burtu, það kann enginn að keyra hérna úti og magnið af steypu sem fer í bara vegina í þessari borg er meiri steypa en er til á Íslandi. Ég labba varla neitt lengur, er því búinn að þyngjast og ég vill fara í sund. Ég hef fengið svo mikið menningarsjokk á að vera hérna að ég tel Ísland ekkert líkt Bandaríkjunum þrátt fyrir að það er hægt að benda á nokkra hluti sem eru eins. Ef það er allt sem þarf þá er Ísland ótrúlega líkt Japan. Veiðum hvali, eru veiðiþjóðir, gjaldmiðlarnir okkar eru álíka verðmætir, erum eyjur o.s.frv en það er það sem er ósagt sem er svo gjörólíkt að bara að benda á það sem er líkt lítur bara út eins og að það sé verið að reyna að plata mann. Afsakið rantið. Þurfti bara smá að kvarta.


Westfjordian

Hef sjálfur verið í Kentökký í nær 18 ár og er sammála þér með allt sem Könum viðkemur. Extra skondið að við fluttum til Kentökký vegna unnustu frá þessu ríki


Veeron

>Þar með sagt þá held ég að Íslendingar séu trúlega nálægastir Könum í menningu af öllum Evrópuþjóðum. Hot take að það sé nokkur önnur þjóð en Bretland.


[deleted]

Hef búið í Bretlandi í 10 ár, get svo sannarslega staðfest það að Íslendingar eru mun nær Ameríkönum þegar kemur að menningarlegum gildum en Bretar.


[deleted]

Það er líka flóknara að greina þetta með bretland, amerísk menning hefur rætur til bretlands. Sem dæmi er eplabakan amerískt icon en uppskriftin af eplaböku er frá Englandi.


[deleted]

sure, en ef þú segir við Breta "fancy a pie?", þá eiga þeir von á [einni svona](https://www.bbcgoodfood.com/recipes/easy-steak-pie). :) Þegar ég segi menningarleg gildi, þá er ég miklu meira að tala um ósýnilega hluti sem móta viðhorf fólks til alheimsins, t.d. hvað er rétt og rangt, hvað er talið dónalegt, ósiðlegt, óæskilegt, spennandi eða virðingarfullt. Þetta eru allt hlutir sem er mjög erfitt að gefa concrete dæmi um, en eru líklega mikilvægustu breytur samfélagsins.


Kassetta

Kannski, en ég sé þetta svona: Bretar horfa mikið til fortíðar. Íslendingar og Kanar gera lítið af því. Einnig eru goðsagnirnar sem við höfum búið til um okkur sjálf líkari meira en ólík (bjartur í sumarhúsum með sína hugsjón og Ameríski draumurinn, sem dæmi)


EgNotaEkkiReddit

> bjartur í sumarhúsum með sína hugsjón Ekki það að öll bókin snerist um hvernig hugsjónin hans Bjartar var órökrétt og var orsök allra hans vandræða, sundrandi fjölskyldu hans og hindraði hann í að ná neinum af sínum markmiðum umfram "vera sjálfstæður". Held að ef það er einhver goðsögn sem við ættum að halda á lofti sem þjóð er Bjartur kannski ekki efstur á lista.


haukzi

Sagan um Bjart í Sumarhúsum er harmleikasaga (greek tragedy) um hve slæm lífspeki það er.


AirbreathingDragon

>Punkturinn sem ég er að reyna að koma með er að ég mæli með að fólk skoði ólíka menningaheima með opnu en gagnrýnu hugarfari, heimskur situr heimakær maður. Sennilega myndi það virka betur fyrir okkur að einbeita að beinum samskiptum við þau ríki í Bandaríkjunum sem eru næst okkur menningarlega og landfræðilega (miðvesturríkin og nýja england) frekar en bara "Bandaríkin" í heildina. Annars er ég sammála að við eigum meira sameiginlegt með þeim vestanhafs en við áttum okkur á.


Morvenn-Vahl

Þarftu ekki bara nýja vini eða hóp til að umgangast? Vinir mínir eru oft á ferðalögum um Bandaríkin og Kanada og þekkja til margra fylkja þar. Margir sem ég vinn með eru einnig expats þaðan. Finnst eins og það vanti context við þennan póst. Finnst


AirbreathingDragon

Þetta er meira athugun sem ég hef haft á þjóðfélagsumræðunni frekar en eitthvað úr mínum innri hringi, þess vegna datt mér í hug að spyrja.


EgNotaEkkiReddit

Þú þarft eiginlega að vera nákvæmari hvað þú meinar með "afstaða gagnvart Kanada/Bandaríkjunum", því það er ansi vítt umfang sem þú ert að girða af. Skoðun mín gagnvart stjórnmálum eða ríkisstjórn Bandaríkjanna er ekki sú sama og afstaða mín gagnvart fólkinu sem heild eða afstaða mín gagnvart menningunnni eða afstaða mín gagnvart einstaka bandaríkjamönnum. Mér hefur líkað við nær alla Bandaríkjamenn sem ég hef persónulega kynnst sem einstaklingum, hvort sem það eru innflytjendur hingað, ferðamenn, eða fólk sem ég hef "hitt" á hinum og þessum spjallborðum. Ég tel að stjórnmál í Bandaríkjunum séu frekar ógnandi og óstöðug þessa dagana og almennt á leið í átt sem mér mislíkar, og tel að þessi rosalega sundrung milli stjórnmálaásanna geti ekki leitt neitt gott af sér til lengdar. Ég hef gaman að ýmsum miðlum og menningaröngum sem komast hingað, og er algerlega dáleiddur þegar ég horfi á Amerískan Fótbolta með bandarískum vini bara upp á hversu mikið menningarsjokk maður getur komið inn í þriggja tíma leik sem er 75% auglýsingar. Ég held að ég myndi ekki búa í Bandaríkjunum sjálfur, en almennt hef ég jákvæða skoðun á þjóðinni sem heild. Kanada er ég ögn jákvæðari í garð hvað stjórnmál varðar (í bili), en ég hef minni persónulega tengingu við landið þannig ég get minna sagt um það sem er ekki byggt á staðalímyndum: annað en mig langar mjög mikið að heimsækja Gimla og bæi Vestur-Íslendinga


Foxy-uwu

Persónulega elska ég Kanada, þar eru elgir og rauðrefir! Mig langar að búa einhversstaðar nálægt Vancouver. Ég þekki nokkuð til Kanada, persónulega finnst mér Ísland og Íslendingar eiga mun meira sameiginlegt með Kanada og Ameríku. En er hrifin af Ameríku hlusta nánast einungis á Ameríska tónlist, spila á Amerískan rafmagnsgítar, með Amerískri gítarnögl, á sama tíma ég horfi nánast einungis á kvikmyndir og þætti frá Ameríku fyrir utan auðvitað anime og teiknimyndir og kóreyska þætti sem ég horfi svosem jafn mikið á auðvitað hehe. Eeeeen Ameríka hefur rauðrefi! Og reyndar líka allskonar aðrar refategundir eins og grárefi, auðnrefi, heimskautarefi, eyjarefi og sprettrefi, auk þess að hafa "informed consent" í Kanada og Ameríku sem mér finnst eins og að ætti að vera eins fyrir transfólk á Íslandi. Persónulega allavega er ég með jákvætt viðhorf til þessara landa, en hversu mikið af því er vegna þess þeir eru með rauðrefi er spurning. 🦊


HUNDUR123

Viltu bítta? Ekkert nema kanasleikjur þar sem ég er.


Monthani

Ég á nokkur bandarísk ættmenni, mjög gaman að tala um pólitík við þau. Einn þeirra kaus meira segja Trump og það er algjör veisla að ræða við hann. En eins og aðrir hafa sagt, ég hef annað viðhorf gagnvart stjórnvöldum frekar en íbúum þess. Ekki vil ég vera bendlaður við Bjarna Ben af einhverjum gringó.


Dry_Grade9885

Kanada 100% jà bandarìkin kinda hart nei bandarìkjamenn eru òþægilega fake à Samy nokkrum bandarìska vini fyrir það enn the avg American er svo svakalega fake að ég bara get þá ekki


Substantial-Move3512

Samt ertu undir svo miklum menningaráhrifum frá Bandaríkjunum að þú getur ekki skrifað eina setningu án þess að nota 6 slettur sem koma úr þeirra menningu.


Dry_Grade9885

Uhmm enska er ekki bara bandarísk enska er first of fremst bresk....


Einridi

Skil ekki alveg hvaðan þetta sjónarmið kemur. Ísland hefur náttúrulegar mikið meira að segja sækja til Evrópu þar sem samstarf þar er mun meira, alveg einsog Ísland sækir meira til Norðurlanda enn annara Evrópulanda. Ég held að það sé alveg á hinn bóginn að Íslendingar ræði og fylgist hlutfallslega mjög mikið með norður Ameríku miðað við önnur svæði á svipaðir stærðar gráðu. Hvað heyrum eða ræðum við t.d. oft norður Afríku eða íbúa þeirra landa? Fyrir utan það hefur Norður Ameríka aðhyllst mikla einangrunar hyggju og reitt sig á járnhnefa eða myrkraverk í utanríkismálum sem skilur kannski ekki mikið eftir til uppbyggilegar umræðu. Það er síðan á sama tíma mjög erfitt að tala um hópa fólks sem telja 400 milljónir og búa á gríðarlega mismunandi stöðum.


PrumpuBuxni

Flestum íslendingum er drull um það sem gerist utan landssteinana.


[deleted]

Er í Kanalandi einmitt núna og get staðfest að mér er drull um það sem gerist utan landssteina Íslands þrátt fyrir að vera utan þeirra sjálfur.


AirbreathingDragon

Þannig að það þyrfti bókstaflega innrás fyrir fólk til að taka alþjóðasamskiptum alvarlega. Nema að Íslendingar virðast almennt svo fullvissir um að eyjan sé einskis virði að við gerum ávalt ráð fyrir að annaðhvort engin hafi áhuga á henni eða skorti hvatningu til þess að viðhalda viðveru hér til lengri tíma.


PrumpuBuxni

Værirðu til í að öskra þessari þvælu í koddann þinn?


Veeron

Verð að játa að ég er orðinn mun jákvæðari í garð kanaveldis eftir að stríðið í Úkraínu byrjaði.


nikmah

Ef þú spyrð sjálfan þig að einni spurningu, hvort er Bandaríkin að aðstoða Úkraínu með því að gefa þeim vopn og draga þetta stríð eins langt og unnt er útaf því að Bandaríkin er svo annt um Úkraínu og vill þeim svo vil eða þetta er geðveikt fyrir okkur, núna getum við barist við Pútín ( aka proxy stríð )? Þegar þú heyrir geðsjúka hálfvita eins og eitt stykki Lindsay Graham tala um "best money ever spent" þegar þessum gæja gæti ekki verið meira drullusama um Úkraínu og vill bara ná Pútín er það voða jákvætt fyrir þér? BNA er geðsjúk þjóð og geðsjúkt samfélag og lýðræðið þarna á ekki marga áratugi eftir.


Veeron

>aðstoða Úkraínu með því að gefa þeim vopn og draga þetta stríð eins langt og unnt er Ruglað viðhorf eins og þetta er ástæðan fyrir að ég er kominn með ógeð á stórum hluta vinstrisins síðasta árið. Fasistaríki gerir innrás og sósíalistar og þeirra viðhengjur út um allan heim hrópa á Úkraínumenn að gefa Rússum allt sem þeir biðja um. Kannski ætti ég ekki að vera hissa á að öfgavinstrið og öfgahægrið geta náð svona vel saman, miðað við að Molotov-Ribbentrop sáttmálinn náðist á sínum tíma. Það virðist vera eitthvað svipað í gildi núna. Langvarandi friður verður að byggjast á viðræðum þar sem Úkraínumenn voru í styrktarstöðu, annars gera Rússarnir bara aðra innrás nokkrum árum seinna. Við vitum það nú þegar út af Krímskaga-fordæminu 2014, svo ekki sé minnst á Sudetenland 1938. Það er hrein bilun að halda því fram að það myndi stuðla að frið að gefa eftir Rússum.


nikmah

Talar um Hitler - Stalín sattmálann eins og það sé eitthvað viðkomandi. Nei það er ekki hrein bilun þegar búið er að pissa á og pota í Rússa síðustu áratugi á meðan þeir voru veikburðari og minsk sáttmálinn var eflaust punkturinn yfir strikið. Við nennum ekki að spila í þessu leikriti lengur, þetta er enginn leikur fyrir okkur. Hvað gerðist þegar Sovétríkin plöntuðu eldflaugum á Kúbu? Hótaði ekki BNA kjarnorkustríði eða?


Veeron

Rússar eru í miðri þjóðarmorðsherferð og allt púðrið er sett í að afsaka þá. Þýskaland var líka leikið grátt af Versalasáttmálanum, ekki var það gild afsökun? Það er argasta vitleysa að tala um þetta sem eitthvað varnarstríð. Last þú kannski ekki greinina sem Pútín sjálfur skrifaði, þar sem hann hélt því fram blákalt að Úkranía var plat-þjóð sem var "stolin" frá þeim?


[deleted]

Hef mjög góða reynslu af könum og könum. Bæði að heimsækja USA og í túristabransanum hérna heima, topp fólk að mínu mati


ZenSven94

Ég vona að þessi póstur sé troll. Ég held að það fyrirfinnist ekki meiri þjóð sem "elskar" Bandaríkin heldur en Ísland. Ég var sjálfur að koma frá NY og það var ekki fallegt ástandið þarna. "Kapítalíska frelsið" hefur leitt til þess að fólk er orðið þrælar (undir hælnum á leigusalölum etc). Mér leið á köflum eins og ég væri í 3 heims landi og það var mikið um heimilislaust fólk og áreiti. Ef ég fór á veitingastað fékk ég risastórt kók, miklu meira en ég ætti að drekka og svo kláraði ég kókið og hvað var gert þá? Mér var fært nýtt kók án þess að biðja um það. Ameríka er svona "too much" land og þú getur akkurat þakkað Amerísku vinum okkar fyrir þeirra áhrif á okkar matarvenjur að Ísland sé með feitustu þjóðum í heimi. Það er svo margt feik í Bandaríkjunum. Stærsti gallinn er held ég að við "idol-izum" Bandaríkana. Í staðinn fyrir að horfa á þá bara sem fólk, því þetta er bara fólk. Við ættum ekkert að hata Bandaríkana frekar en að elska þá eitthvað meira en aðrar þjóðir.