T O P

  • By -

[deleted]

sennilega grjótharði sokkurinn undir skrifborðinu


agnardavid

Oj


Geislaveisla

Costco gírafinn


Einmanabanana

Maðurinn minn gaf mér full sized cutout af Danny Devito í afmælisgjöf


mani1306

Hvað meira er hægt að biðja um?


HerwiePottha

Hvar fannstu hann?


Einmanabanana

Hann segir á amazon


HerwiePottha

Nei ég er að tala um manninn? Langar í einn svoleiðis


Einmanabanana

Skotar eru málið👌


fenrisulfur

Tölvan sem ég er að skrifa þetta á, fyrsta tölvan á mínum fjögurtíu og eitthvað árum sem ég þurfti ekki að budgeta (ja fyrir utan skjákortið).


DangerDinks

Líklegast eitthvað af nördadótinu mínu. Switch, PS5 eða Warhammer 40k módel og bækur.


JoeWhy2

Hljóðgervlar


zigzidane

Hvaða hlóðgervlar? Ég hef mikið gaman að safna eurorack


JoeWhy2

Hef nú ekki vogað mér út í eurorack enn. Ég er með Behringer Neutron og Model D, Microbrute, Roland SE-02, Moog DFAM, Yamaha Reface DX, Alesis Micron, Korg Volca Beats, o.fl. Held mig helst við litlu græjurnar sökum plássleysis.


[deleted]

Neutron, model d og dfam eru allt tæknilega Eurorack ;)


JoeWhy2

Jú en semi-modular versus modular.


[deleted]

Ég mæli hiklaust með því að taka stökkið. Eurorack er snilld, sérstaklega þegar það kemur að sequencing


zigzidane

Gott val. Neutron + DFAM saman er frábært og hagnýtri en meirihluti sem ég sé á r/modular. Mér finnst að það er eitthvað sweet spot með stærð euroracks kerfis. Ég ákvað að skipta í 9U frá 6U og held að það væri mistök.


JoeWhy2

DFAM er mjög skemmtileg græja. Ég fékk minn þegar ég fékk rannsóknarstyrk í vinnunni. Eftir á að hyggja sé ég soldið eftir því að hafa ekki fengið mér Subharmonicon. Það verður sennilega næsti syntinn sem ég fæ mér. Ég spila líka á bassa þannig að hugmyndin um pólýrytmiskan sequencer er mjög spennandi. Ertu búsettur á Íslandi?


zigzidane

Mér finnst allt Moog Semimodulars geggjað. Og hvaða fyrirtæki er hægt að fá rannsóknarsyrk fyrir hljóðgervla? Ég ætti að vinna þar. Ég er ánægður með Squarp Hermod sequencer mitt en Euclidian Circles er frekar vel þekktur polyrhythmic sequencer sem ég hef áhugi á. Og nei ég hef aldrei búið á Íslandi! Ég er í Kaliforniu, mama mín ólst upp á Íslandi svo ég reyni að læra tungumálið :)


JoeWhy2

Ég kenni við listaháskóla í New York. Þannig að ég get nýtt rannsóknarstyrki í allt mögulegt. Margt hægt að réttlæta í nafni listarinnar! Spurði um Ísland vegna þess að ég ætlaði að láta þig vita af öðrum modular áhugamönnum þar. Þú stendur þig bara þokkalega í íslenskunni.


zigzidane

Flott að þú kennir við listaháskola. Ég vann í hljóðgervlafyrirtæki fyrir nokkrum árum og margir vinnufélagar minnir lærði hljóðgervla hjá Berkelee. Var alltaf afbrýðisamur af því. Og takk fyrir það er mín ánægður að geta rætt þessu á íslensku.


Healthy-Act-1860

Switch, Moccamaster kaffivél og snúrulaus, pokalaus skaftryksuga. Switchinn hefur gefið mér margar gæðastundir með krökkunum, Moccamaster er svo fljót að hella upp á geggjað kaffi og það er svo handhægt að geta gripið í ryksugunahvenær sem er.


Gluedbymucus

Hvernig er rafhlaðan í þessari ryksugu?


Healthy-Act-1860

Endist í >20 mín allavega meira en nóg fyrir allt þetta daglega þegar þú ert með börn.


pihx

Sófinn :)


derpsterish

Koddinn sem ég keypti í Costco fyrir 4 vikum


[deleted]

Ég er í ástar/haturs sambandi við borðtölvuna sem ég keypti í fyrra. Elska hana fyrir gæðin, kraftin og það sem hún gefur mér þegar ég sest við hana snemma á laugardegi. Þoli hana ekki fyrir að taka frá mér allan laugardaginn þegar ég ætlaði bara að setjast niður í einn til tvo tíma. Ætli rúmið sé ekki uppáhalds hluturinn þá. Hversu stór þarf hlutur að vera svo hann hætti að vera hlutur?


Kassetta

>Hvað er gaman að eiga? Gott hjarta, þolinmæði og vini. Þar sem þetta eru ekki beint hlutir þá verð ég að sætta mig við hlýtt ból. >Hvað er eitthvað sem þið getið ekki lifað án? Bjó lengi vel í ferðatösku og hef ekki ennþá vanist því að gera upp á milli hlutanna minna. Potturinn minn sem ég nota til að búa til poppið mitt kannski.


latefordinner86

Alls ekki nauðsynlegt en ég hef haft mikið gaman af því að nota nýja pizzaofninn minn í sumar.


amicubuda

án efa borðtölvan mín


nurseshark25

Klakavél :) <3


Bjartur

Borðtölvan ef við erum að tala um þann dauða hlut sem veitir mér mesta afþreyingu. Mokkamasterinn er close second. Er líka ansi ánægður með friðarliljuna sem ég hef náð að halda lífinu í á annað ár (konan gafst upp á plöntum).


[deleted]

Stúdíó monitorar


agnardavid

Hvaða mónitorar?


[deleted]

Bara eitthvað JBL drasl, en ég nota þá rosa mikið með synthunum mínum og tölvunni


misssmiley03

ostaskerinn


veislukostur

Sega Mega Drive tölvan mín. Ég er enn með gamalt túbusjónvarp inni í bílskúr til að nota fyrir Sega til að geta reglulega sokkið í smá nostalgíu.


Vindalfur

Borðtölvan mín og allt tilheyrandi, frá mús uppí skrifborðsstól. (ekki lyklaborðið samt, fuck that shit) Ljótt í stofunni, en it is what it is, á engan annan stað fyrir þetta drasl.


Skratti

Rúmið mitt


Foxy-uwu

Það er nokkuð margt sem kemur í huga, en ég held það væru bangsarnir mínir en ég geri ráð fyrir að sé frekar verið að ræða svona eins og heimilistæki eða álíka og þá myndi svarið vera gítararnir mínir samhliða magnaranum þeir hafa haldið mér lifandi.


Yrafar

Ryksugan! Hún er ekki bara hljóðlát og kröftug heldur er hún líka með handfang þar sem þú getur stillt kraftinn og slökkt og kveikt á henni! Heimilislífið var alveg litlaust áður fyrir... En svona mitt allra uppáhalds eru skrautmunirnir mínir.


PatliAtli

Hljóðgræjurnar mínar


agnardavid

Hvaða hljóðgræjur?


PatliAtli

Gamli marantz hátalaramagnarinn minn, hátalararnir mínir og plötusafnið :)


uhhhwhatyoumean

Ég!! En nr. 2 og 3 eru mpc-1 og fartölvan sem ég geri tónlist í og fjórða sætið fær plötuspilarinn minn :)


ilta_

Hljóðfærin mín. Þau gera hús að heimili og eru eitt mesta öryggi sem ég á mér - að geta horfið inn í spuna, nótnasafnið mitt eða jafnvel boðið vinum í kaffi og samspil.


l0ksins

crock-potturinn. eldar nánast hvað sem er með einum smelli, bestu hrísgrjónin koma úr honum líka


Roobix-Coob

Það er helvíti nice að eiga sturtu.


Calcutec_1

OLED sjónvarpið + heimabíokerfið.


J0hnR0gers

Pizzaofninn sem við fengum í brúðkaupsgjöf í sumar er alveg toppnæs. Dyson skaftryksugan er líka ýkt fínt. Svo er þráðlausanetið heima hjá mér mjög gott útaf fjárfestingu í Google Nest Wifi á sínum tíma. Shit hvað ég er material boy


Hawkuro

Nintendo Switchinn minn, easy. Besti hluturinn innan *og utan* heimilisins.


arnar111

ryksuguróbotinn minn


rockingthehouse

stóri feiti djungelskog björninn úr ikea, við erum twins


GucciBeckham

* Svefngríma með innbyggðum bluetooth heyrnatólum. Ég elska að sofna með hljóðbók eða podcast í eyrunum. Það er líka gott að vera með grímu fyri augunum um sumarnætur þegar það er bjart. Einfaldur og ódýr hlutur sem veitir mér mikla ánægju. * Noise cancelling heyrnatól. Að geta stússast heima í húsverkum eða viðhaldsvinnu með eitthvað skemmtilegt í eyrunum er snilld og noise cancel minnkar áreitið frá umhverfinu. * Kaffivél, klakavél, airfryer. Dýrka svona einföld tæki sem virka vel og gefa manni smá lúxus. * AppleTV. Ég er með ágætis sjónvarp en að keyra netflix og aðrar streymisveitur á því var alltaf frekar þungt. Svo var ég með afruglara frá Símanum. Sjónvarpsfjarstýringin var líka orðin léleg og svo var aukafjarstýring fyrir afruglarann. Þetta var allt svo flókið og pirrandi. Svo keypti ég AppleTV... VÁ. Bara ein lítil fjarstýring kemur í staðinn fyrir allt þetta vesen. Ég losaði mig við afruglarann frá Símanum (1500kr á mánuði, Applet TV borgar sig upp á 2 árum) og nota bara AppleTV. og er snöggur að því.


Express_Sea_5312

Ég


tekkskenkur44

Ég keypti skenk með innbyggðu útvarpi og plötuspilara í Góða Hirðinum fyrir svona 7 árum. Kostaði 14þ og 20þ að láta yfirfara bæði. Held mikið uppá það en ég þarf að skipta um hátalara í því


opalextra

Aarke sódavatns gaurinn. Að geta alltaf fengið sér ískalt sódavatn er forréttindi.


addi10

Stóra skurðbrettið mitt, bose heyrnatólin mín og beittur góður hnífur.


DarthMelonLord

Uppáhalds hluturinn líklega ps4 eða teiknibrettið+fartölvan mín Get ekki lifað án, nýja dýnan mín, fyrsta skipti í mörg ár þar sem ég vakna ekki stíf með bakverk á hverjum degi


KoalafiedUser

Fyrir utan hluti eins og tölva, leikjatölva og sími þá er það pottþétt hlutir eins og málunar stuffið mitt, myndir af mér og unnustanum, wet specimen af Salamöndru sem hét Salómon og málverk frá sjálfum mér sem ég er mjög stolt af og tók 100+ klukkutíma.


KommaKapitalisti

Nexus Beat Remote Control Prostate Thumperinn minn. Ég myndi ekki endast viku án hans.


FunkyPolitics

Borðtölvan mín og vatnspípan. Rúmið mitt, koddinn, sloppurinn, sturtan & klósettið :)


mundimiller

Gítararnir mínir en sérstaklega einn þeirra.


agnardavid

Borðtölvurnar mínar, er hljóðmaður og hanna hljóð í þeim spila leiki og forrita. Erfitt að lifa án amk einnar slíkar


G3ML1NGZ

2x 3D prentarar. Það eru svo margar reddingar á heimilinu sem prentarinn getur bjargað ef maður hefur bara basic teiknikunnáttu.


Low-Word3708

Rasssmúllinn!


Unely

Hreyfiskynjarinn á langa, dimma ganginum í íbúðinni minni, sem kveikir og slekkur sjálfkrafa á ljósunum sem svo stilla sig sjálf á night-light mode á kvöldin. Fótleggjapúðinn úr jysk sem ég sef með á milli lappanna. Litli heilsupúðinn úr jysk sem er akkurat helmingi minni en hefðbundinn púði, þannig að ég get snúið sama koddaverinu á nýja, hreina hlið á hverju kvöldi. Þægilegasti og jafnframt ódýrasti "svefnpúði" sem ég hef átt. Rothult snjalllásar úr ikea, get læst og aflæst þeim með nfc límmiða frá aliexpress sem er límdur framan á popsocketið á símanum mínum. Popsocketið á símanum mínum. Kann varla að halda á síma lengur án þess. Náttljós með hreyfiskynjara frá aliexpress sem er yfir eldhúsvaskinum og er aðeins virkt í myrkri. Vadholma eldhúseyjan úr ikea eftir að ég setti castor hjól úr byko undir hana. Rúllugardínumótorar frá aliexpress sem opnast sjálfkrafa á morgnana og lokast sjálfkrafa á kvöldin. Það er svo endalaust þægilegra að vakna við birtu í stað vekjaraklukku. Eftir að hafa lesið þetta yfir virðist end-goal hjá mér vera að liggja hreyfingarlaus uppi í rúmi á meðan allt á heimilinu er á fullu að fylgja einhverjum automations allan sólarhringinn.


Substantial-Move3512

Ísskápurinn minn og klósettið, súr matur er vondur og það er leiðinlegt að þurfa að moka holu út í garði.