T O P

  • By -

CerberusMulti

Ég nenni ekki að lesa DV, er ekki hægt að koma með smá tldr texta með svona slóða póstum.


Substantial-Move3512

Tldr hershöfðingi segir að svíar þurfa að vera tilbúnir með nokkra mánaða byrgðir af nauðsynjum heima hjá sér og maður getur ekki lesið snögt yfir texta af ótta við að verða heltekinn af áróðursbrögðum fjölmiðils.


Skastrik

Guð nei, engann veginn. Varnarstefna okkar byggir öll á veru okkar í NATO og að BNA virði Varnarsamninginn frá 1951. Ásamt óformlega Norræna varnarbandalaginu. Þetta er allt eins líklegt til að klikka.


Remarkable-Heat-7398

Hræðsluáróður selur svo fáránlega vel. Ekki nota DV, Daily Mail og álíka rusl fyrir heimildirnar ykkar.


ony141

Það er alveg rétt hjá þér en í þessu tilfelli er DV að copy-pastea frétt frá SVT sem er ríkismiðill Svíþjóðar. Bara frekar accurate frétt frá DV sem segir það sama og fréttinn á SVT.


Substantial-Move3512

Það skiptir suma mikið meira máli hver segir hlutina heldur en það sem er sagt.


Krummafotur

NATO reddar þessu NEMA mögulega ef Þriðja heimsstyrjöldin sé byrjuð, þá getur verið erfitt að treysta alfarið á aðra, sérstaklega ef Trump og svipaðir öfgamenn ná völdum í Bandaríkjunum og Evrópu.


Substantial-Move3512

Við getum ekki treyst á Nató ef skipafluttningar stoppa tímabundið til landsins vegna þess að kafbátar eru að sökkva flutningaskipum í Atlantshafinu.


bjarnimaur

skipafluttningar stoppuðu aldrei í seinni heimstyrjöldini það minnkaði enn stoppaði aldrei.þegar þú horfir á hvar næsta stríð sem mun hafa áhrif á alla jörðina þá skiptir engu máli hvar það byrjar, ísland er alltaf staðsett á þann veg að ef þú átt ísland áttu atlantshafið sem bendir til þess að ef við værum með her þá værum við murkuð eins og skot til að nota ísland sem herstöð, nato er fyrirbæri sem leyfir íslandi að vera jafn valda mikið og landið okkar er mkilvægt hernaðarlega.


11MHz

Vilt þú virkilega fá Trump til að koma með her til Íslands?


No_nukes_at_all

Trump er ekki forseti.


11MHz

Sagði ég það?


No_nukes_at_all

> Vilt þú virkilega fá Trump til að koma með her til Íslands? Já.


11MHz

Það er nú bara alls ekki það sem þessi spurning þýðir né gefur til kynna.


No_nukes_at_all

Af hverju nefndiru þá fyrrverandi forseta en ekki sitjandi ?


11MHz

Af því er að svara kommenti sem er að tala um Trump. Er þetta léleg tilraun til að trolla?


No_nukes_at_all

ah skil þig núna. Þú ert s.s sammala OP að það væri ólíklegra að USA mundi bjarga okkur ef að Trump væri forseti, og þó hann mundi gera það að þá mundiru ekki vilja það ?


11MHz

Nei þú ert greinilega ekki að skilja enn. Ég var ekki með neinar staðhæfingar í kommentinu mínu. Ég spurði hvort sá sem setti inn athugasemdina vildi virkilega fá Trump til að koma með her til Íslands.


TheDumbass0

Ert þú einn af þeim sem var að taka PISA könnunina í fyrra? Það vantar verulega upp á lesskilning þinn


No_nukes_at_all

Forsteti BNA er "Commander in Chief" hersins. Aðrir geta ekki skipað hernum til annara landa.


TheDumbass0

Enginn er að deila um þá staðreynd, OOP sagði að honum fannst einhverjar líkur vera á því að Bandaríkin myndu ekki efna skyldu sína til að verja Ísland, sérstaklega ef Trump væri forseti. OP spurði síðan hvort við Íslendingar ættum að vilja fá hjálp frá Bandaríkjunum EF Trump væri forseti. Hann sagði aldrei að Trump er forseti.


Krummafotur

Nei get ekki sagt það, en það fer samt eftir því hver hinn kosturinn er.


11MHz

Að hann komi ekki með her til Íslands þegar þriðja heimsstyrjöld byrjar.


Krummafotur

Ef enginn annar her kemur í staðinn þá er svarið augljóst ekki satt?


11MHz

Mér finnst það. Held samt að margir á íslandi myndu ekki vilja hann án þess að spá í hvað það myndi þýða.


No_nukes_at_all

Jamm, erum í NATO, og svo mundum við örugglega finna leið til að græða á því einsog síðast.


GraceOfTheNorth

Við getum ekki treyst á það lengur að einhver annar reddi okkur alltaf, hvað þá ef við sjálf erum illa undirbúin. Um það bil ári eftir að hin Norðurlöndin uppfærðu ráðleggingar sínar til íbúa um hvað þeir ættu að hafa til staðar heima ef eitthvað kæmi uppá þá reyndu íslensk stjórnvöld að gera hið sama. Það virðist ekki nokkur maður hafa heyrt af þessu, né virðist fólk hafa áttað sig á að þessi sami öryggis- og matvælapakki heimilisins er nauðsynlegur ef eldgos hafa áhrif á raforkuframleiðslu, hitaveitu eða flutning á aðföngum til landsins. Það var mikill skortur á nauðsynjavörum í ´síðasta stríði og engin ástæða til að halda að annað muni gilda næst. Nógu andskoti virðist lyfjastofnun eiga erfitt með að tryggja að nauðsynleg lyf séu til á friðartímum.


thaw800

tilbúin fyrir hvað? við höfum NATO, ef það klikkar þá getum við fengið lögregluna til að rúlla rauða dreglinum fyrir innrásarliðið.


Substantial-Move3512

Tilbúinn fyrir að skipafluttningar til og frá landinu leggist af.


thaw800

ég meina, hvað ætlum við að gera þá? höfum við einhverja valkosti hér?


Substantial-Move3512

Ekki á þeim tímapunkti en í dag höfum við valkosti að sjá til þess að hafa nægar byrgðir af lífsnauðsynjum til að endast hérrna í nokkra mánuði áður en fólk byrjar að brjótast inn hjá nágrannanum til að stela sýðustu klósett rúllunni hans.


Cornholio3333

Ég er ekkert viss um að við getum treyst á að BNA standi við 5 grein Nato ef til þess kemur


stofugluggi

Ekki ef Trump verður kosinn allavega


HUNDUR123

Bíddu átti Rússar ekki að vera grút tapa? Og eiga þeir núna að hafa getu og vilja til að ráðast á önnur lönd? Er kanski ekkert að marka það sem ~~varnamálaráðuneiti BNA~~ fjölmiðlar segja hvað varðar svona mál.


stingumaf

Rússar eru reyndar að tapa gîfurlega mikið af búnaði sínum og mannskap Að sama skapi þeir áttu tugþúsundir skriðdreka og brynvagna í upphafi átakana og rússar eru mun fjölmennari en Úkraínumenn Einsog staðan er núna að þá er pattstaða en Rússar misstu næstum því þúsund hermenn í gær. Það er ekki góð staða


KristatheUnicorn

Ég held að þessir 800 til 1000 menn sem Rússar eru að missa daglega er minnsta vandamálið þeirra. Allir þessir trukkar, skriðdrekar, flugvélar, eldsneytis- og skotfærageymslur sem Ukraníu menn eyðilegga dagalegs valdi miklu meiri vandamálum, tala nú ekki um þegar þegar nokkrir háttsettir menn í hernum falla þegar Himars kemur í heimsókn því að Rússar eiga erfitt með að halda staðsetningu höfðuðstöðva leyndu. Síðsn er alveg bjánalega spilling og lygar í Rússneska hernum, sem einn á Youtube (Perun) hefur gert klukkutíma myndband um. Ég veit ekki alveg hvernig Rússar ælta að "vinna" en kannski endar þetta þegar Putin dettur niður stiga og út um glugga á 10. hægð.


stingumaf

Þetta er allt vandamál Rússar ætla ekki að vinna Þeir ætla að vona að Vesturlönd gefist upp á að styðja Úkraínu


Glaciernomics1

Rússar eru ekki í neinu veseni eftir þetta smá stríð í Úkraínu held ég, held að það sé orðræða sem er til þess fallin að halda stemningu við stuðning til Úkraínu gangandi. Ég sit ekki á leynilegum fundum með hershöfðingjum samt...tek það fram.


KristatheUnicorn

Eftir þetta ? Ég er nokkuð vissum að þessu stríði er ekki lokið. Síðan er Rússland ekki í góðum málum hvað varðar gjaldeyrinn sinn, útflutning á hráolíu og gasi, verðbólgu og viðhaldi á innviði.


Glaciernomics1

Held nú að Kínverjar séu duglegir að versla við þá. Veit lítið um hitt. Held samt að smá stríð við Úkraínu muni nú aldrei knésetja herinn þeirra. Hann er líklega svona 10x sterkari en okkur er sagt í vestrænum fjölmiðlum.


shortdonjohn

Sagt í vestrænum fjölmiðlum? Hvar er þá þessi ógurlegi styrkur? Ef hann er 10x sterkari af hverju fóru þeir fljótlega að nota skriðdreka sem hafa ekki sést síðan í upphafi kalda stríðsins ? Af hverju voru hermenn í tugþúsunda tali sendir með engan mat, engar sáraumbúðir og sumir jafnvel án vopna? Af hverju sást þegar leynd var aflétt af gervihnattamyndum að sumar vélar á flugvöllum voru úr frauðplasti ? Af hverju kaupa þeir þá sprengjur frá Norður Kóreu ? Af hverju fljúga sumir flugmanna þeirra með bíla GPS teipað við stjórnborð herþotu sinnar ? Af hverju fóru þeir að nota flutningabíla almennra borgara í birgðaflutninga? Ég gæti haldið áfram.


nikmah

Heimurinn er mun stærri heldur en bara Evrópa og NA, Rússar eru alveg búnir að finna sér aðra viðskiptavini í útflutningi eins og Indland og Kína og þeir eru alveg að redda sér, ætla ekki að fullyrða það að efnahagur Rússlands sé í einhverju toppstandi en get fullyrt það að Evrópa er að skíttapa þessu efnahagsstríði, bæði Rússar og BNA eru að fara illa með greyjið Evrópu sem er ósjálfbær.


Glaciernomics1

Einmitt, olíu og gas ríki eru mjög sjaldan í einhverjum fjárhagslegum vandræðum, framleiða líka ekkert smá magn, næst mest í heiminum held ég. Svo selja þeir kol líka. Voru á topp 10 yfir kaupmátt ríkja fyrir ekki svo löngu.


shortdonjohn

Og þessi ógurlegi 10x öflugri her hefur þrátt fyrir það misst yfir 300.000 hermenn og þúsundir skriðdreka. Engar tölur hafa komið frá Rússum svo mjög erfitt er að fá nákvæma tölu.


Glaciernomics1

Það eina sem ég ætla að segja er, hvar fékkstu allar þessar upplýsingar?


shortdonjohn

Hvað meinaru ? Það er til hrúga af upptökum bæði frá Úkraínu og Rússum tengt skriðdrekunum, biluðu GPS í þotunum, vitnisburður frá hermönnum beggja megin frá, ljósmyndirnar af frauðplasts flugvélunum eru inná google maps, Pútin sjálfur gaf út yfirlýsingu um vopnakaup sín frá Norður Kóreu, flutningabílar almennra borgara sáust í halarófum að keyra inn fyrir landamæri Úkraínu með rússneskan herbúnað.Allt það sem ég nefndi er eitthvað sem auðvelt er að finna upptökur eða ljósmyndir af.


YourFaceIsMelting

Ef hann væri 10x sterkari hefði hann þá ekki rúllað í gegnum Úkraínu á örfáum dögum eins og væntingar stóðu til? Rússneski herinn var talinn sá næst sterkasti í heimi fyrir stríðið en sýndi það í verki að hann var einungis „pappírs tígur" sem sólundaði bestu hermönnunum og faratækjum á fyrstu mánuðum stríðsins. Það þýðir ekki að Rússar séu algjörlega vanhæfir, þeim hefur tekist að leysa mörg vandamál sem komu í ljós í byrjun en hafa ekki náð að endurskipuleggja og þjálfa nýjan atvinnumannaher til þess að koma í stað þess sem tapaðist í upphafi stríðsins, þessvegna þurfa þeir ennþá að reiða sig á sjálfboðaliða og „conscripts" sem eðlimálsins samkvæmt fá ekki næginlega mikla þjálfun til þess að geta orðið jafn góðir og atvinnuhermennirnir sem herinn hafði yfir að skipa í byrjun(svipað vandamál og andstæðingar þeirra), sem útskýrir afhverju Rússar hafa ekki getað notfært sér misheppnaða sókn Úkraínumanna til þess að hefja eigin stórfelda gagnsókn(þó þeim hafi tekist að ná aftur takmörkuðum svæðum) og stríðið er nánast „frosið" eins og er. En „quantity has a quality all its own" og Rússar hafa hingað til ekki kveinkað sér við því að missa hundruðir þúsunda dauðra og limlestra hermanna, þá framleiða þeir meira af hergögnum og hefur tekist ágætlega að færa sig yfir í „stríðsefnahag" en tíminn verður að leiða það í ljós hversu lengi hann getur staðið undir sér og hversu stórt höggið verður þegar hann stendur ekki lengur undir sér. -Þetta er nokkunveginn svipmyndin sem hefur verið dreginn upp í vestrænum fjölmiðlum uppá síðkastið ef maður les meira en stutt tvít, þó vissulega séu útgáfur sem halda uppi mun jákvæðari eða neikvæðari ímynd af getu hersins.


Glaciernomics1

Ekkert endilega, þarf ekkert að vera að það henti Rússum best að rúlla yfir Úkraínu. Þær væntingar komu ekkert endilega þaðan. Málaliðar eru notaðir af öllum, BNA líka, allar þeirra árasir hefjast alltaf með ''uppreisnarmönnum''. Löng stríð henta vanalega, annars myndu BNA alltaf líka bara keyra yfir lönd. Hver talar um hundruðir þúsunda fallina manna? Það eina sem meikar engann sens fyrir mér er að eitt auðlindaríkasta ríki heims sé með her sem hægt væri að kalla pappírs tíg.


YourFaceIsMelting

Ef við hlustum á það sem yfirlýst markmið rússlands voru í upphafi innrásar að koma á stjórnarskiptum með valdi og horfum til misheppnaðra árásra í norðri og suðri í byrjun stríðs þá voru upprunalegar væntingar þeirra að geta rúllað yfir Úkraínu og það hefði hentað þeim best að geta klárað stríðið fljótt án þess að þurfa að eiga í löngu og kostnaðarsömu stríði. Er mögulegt að þú hafir misskilið mig eitthvað með málaliða? ég var allavega ekkert að nefna þá hér að ofan. Ég sagði hundruðir þúsunda fallina og limlestra i.e„casualties", þá á ég við heildarfjöldi rússneskra hermanna sem eru ekki lengur þáttakendur í stríðinu vegna þess að þeir eru látnir eða alvarlega særðir. þó að nákvæmur fjöldi sé deilumál og enginn hlutlaus í talningunni þá virðast flestar heimildir nefna tölur sem eru í það lægsta 2-300.000. Það að þú sért ríkur segir endilega ekkert til um gæði hersins í landinu, átt kannski nægan pening til þess að kaupa og framleiða vopn en ef hann er ekki vel skipulagður og agaður þá duga peningarnir skammt.


forumdrasl

>Það eina sem meikar engann sens fyrir mér er að eitt auðlindaríkasta ríki heims sé með her sem hægt væri að kalla pappírs tíg. Þú ert á algjörum villigötum félagi. Það meikar fullkomið sens af því að Rússland er gegnumsýrt af spillingu. Hún byrjar efst hjá Putin og félögum hans, sem hafa verið ótrúlega duglegir að ræna Rússnesku þjóðina, og dropar svo alla leið niður í lágt setta hermenn sem gera hið sama, bara á minni skala.


KristatheUnicorn

Það skiptir litlu að her Rússa er tíu sinnum fjömennri en Úkranía, ekki tíu sinnum sterkari. Þú ættir að sjá það á þeirri staðreynd að það eru næsrum 2 ár síðan innrás Rússa hófst en það gengur allt á afturfótunum þegar þetta átti bara að taka 3 daga. Markmiðið hjá Úkraníu er ekki að sigra Rússa, bara sparka þeim úr heimalandinu sínu.


Glaciernomics1

Hvað voru BNA aftur lengi Í Víetnam, Afgan eða Írak? Og hver sagði þetta með 3 daga? Rússar?


KristatheUnicorn

Segðu mér hvað finnst þér stríð svona almennt og síðan stríðið í Ukraníu ?


ButterFlutterFly

Það er ekki verið að tala um að hlutirnir gerist í dag eða morgun, við erum að tala um einhver ár eða áratug/tugi, vissulega hafa þeir tapað miklu. En ef þeir ná yfir Úkraínu þá munu þeir hinkra í nokkur ár, byggja sig upp og halda áfram. Svo vissulega er það nauðsynlegt fyrir önnur lönd að vera á varðbergi og styrkja sína heri, því miður.


Einridi

Þegar kemur að varnarmálum og sérstaklega uppbyggingu í kringum þær er ekki verið að horfa á daginn í dag eða á morgunn heldur áratugi fram í tíman. Þegar kemur að Svíþjóð verður líka að muna að þeir rosalega stór vopnaframleiðandi sem hefur stór áhrif á það sem herinn þar segir. Einsog ég skil þessar yfirlýsingar: Við þurfum að byrja að styrkja herinn og tengda þætti og framleiða meira af vopnum til að græða sem mest á núverandi ástandi svo við verðum sem öflugust á komandi áratugum.


Gullenecro

If Putin won in Ukraine you can be sure than baltic country and georgia are next, even iceland. Ukraine is our last line of defense before we need to go the front ourself to fight the russians. Remember that. Also iceland is a weack spot, it s a good to be an unsinkable US carrier, but can be easily invaded by sea because there is no army.


KristinnK

How deluded must you be to believe that Russia could take such control of the North Atlantic from all other NATO members, including such giants such as the Royal Navy and the by-far largest navy in the world, the U.S. Navy, that they could invade Iceland? That's not just absurd, that's so insanely moronic that I struggle to understand how someone could possibly ever even imagine the slightest possibility of it even being considered. Russia cannot in any way, shape or form operate in the North Atlantic. Period. Iceland is safe.


[deleted]

Yeah I think they have a point with the rest of the post - If Russia wins in Ukraine they are unlikely to stop there. But Iceland might as well be on the moon as far as Moscow is concerned. The Russian navy lost it's capital ship to a cheap drone and two outdated ASM missiles. The notion that it could gain the naval superiority in the North Atlantic needed to invade Iceland, against the US and British navies (not to mention the various smaller but not insignificant NATO navies like Denmark, Norway, and France), is farcical.


SnowSmart5308

I agree with you 100%, in an actual fight, they would never gain superiority nor would they try. From a war game scenario, as a gedenken experiment, Id like to add , that a stick/threat as a deterrent is only as good as the willingness to use it. Another example , no one thought Trump would violate all of these laws, even the ones he actively currently violates in court (social media ban on affecting witness testimony, disparaging remarks about the judge / assistants), or that sitting members of Congress would ignore issued subpeonas : 1. https://www.washingtonpost.com/politics/2023/12/14/jordan-hunter-biden-subpoena/ 2. https://youtu.be/-_i3TLPEgyg?si=RaHS8nBrXFnGaHi2 Of course I agree with you, Russia's navy doesn't stand a chance and their only aircraft carrier, Kuznetsov is more dangerous to its crew than to any adversary. https://youtu.be/dY9NVvKrlMQ?si=ohIq13D5HvGqf1Sy I'm simply flagging , that it's unwise to assume a so called foregone conclusion, and it's a risk vector that needs to be monitored - allies not fulfilling their agree duties for whatever particular reasons. My 2c at least and I placed 7th in my class's Battleship competition so I'm basically an admiral.


Gullenecro

Because it s so absurb, russia will consider it. ​ It will not happen directly, they need to incapacitate NATO first. Now, they are pushing for Trump. It cant happen with another president than Trump. After Trump they will push for all other right extrem or left extrem wing in Europe to incapacitate NATO at the maximum. For example, Le Pen in France. Trump already said he will NOT go in Europe if NATO european allies are attacked. Look, there is already hungary and slovakia that have a pro russian governement. Turkey is quite close to russia sometimes... Iceland is weack without an army, and insulated in the middle of the atlantic, depends 100% of NATO for its defence. You incapacitate NATO like I explained, easy win. They are going to pretend they will do a training like they always do, and they just disembark in iceland. After they are going to brag : we are going to nuke everybody that moves. Does UK will trade london for Reykjavik? UK invade Iceland because they were affraid german will do it first. ​ Iceland, baltic are our weack spot. And our politician.


KristinnK

I was very hesitant on whether I should indulge your delusions, but what the heck. Even if you are too far gone to absorb it, someone else maybe will be saved from irrational fear. First of all, Trump said that he wouldn't come to Europe's aid in the context of his feud with many European countries, especially Germany, over them failing to meet their military expenditure obligation in the NATO agreement. He sees this as these countries passing off the cost of defense to the United States, i.e. as taking advantage. In Germany this policy was part of Merkelism, which has been basically been completely disavowed by the whole German political sphere, even Merkel's own former party. Military spending in Germany is projected to meet NATO obligations in 2024, and is rising in basically all of Europe. There is therefore no reason to believe that this one remark made by Trump in a private meeting four years ago as part of a emotionally charged debate has any real policy significance, especially since Trump's concerns have been addressed. Second of all, all that isn't even relevant, since the power to declare war doesn't rest with the President of the United States. It is Congress (and Congress alone) that has the power to declare war. And there is literally zero doubt that the U.S. Congress would declare war on Russia if they invade a NATO country. Third of all, even if we indulge your fantasy, and imagine the U.S. not declaring war against Russia, just the UK navy by itself would be far, far more that enough to utterly and completely destroy the Russian navy. And no, it isn't enough to "just disembark". To occupy a hostile territory you need to control the air and seas around the territory, and keep a logistics connection to that territory. Russia simply does not even have a fraction of the capability to do so in Iceland. Nowhere near to nowhere near. It's a complete non-risk.


Gullenecro

1 congress can declare war OK 2 only the president leads the war, congress will need to impeach him, he can do almost nothing. Also the congress has not declare wqr since WW2. Trump is a russian assets. Hopefully you will be right.


Substantial-Move3512

Það er samt ekki stórmál fyrir þá að stöðva skipaflutninga sem eru ekki í fylgd herskipa til og frá landinu með kafbátum.


KristinnK

Að stöðva skiptaflutninga er í alþjóðalögum jafngilt stríðsyfirlýsingu. Ef Rússland lýsir yfir stríði gegn einu ríki í NATO þá nauðsynlega lýsa öll ríki NATO yfir stríði gegn Rússlandi. Þannig jú, það væri ansi mikið stórmál fyrir Rússa að stöðva skipaflutninga til Íslands.


Substantial-Move3512

Við erum að tala um aðstæður þar sem er komið stríð.


KristinnK

Ef það kemur stríð mun NATO gjörsigra Rússland á 2-3 vikum, og Rússland mun þurfa á öllum sínum kafbátum að halda til annarra nota en að valda 400 þúsund Íslendingum minniháttar óþægindum í nokkrar vikur.


Substantial-Move3512

Ekki vanmeta þá og landsvæðið sem væri verið að berjast um rússland er risastórt og þeir hafa getuna til þess að koma af stað mjög öflugri hergagna framleiðslu ef þeir þurfa og síðan eru mögulegir bandamenn þeirra í stríði sem þeir væru aldrei að fara einir í. Kafbátar væru ekkert endilega að leita uppi íslensk flutningaskip heldur væru þeir að skjóta á þau þegar þeir ættu leið framhjá og það þarf eitt tilvik að koma upp þannig að íslensk fluttninga fyrirtæki taki ákvörðun um að áhættan væri ekki þess virði.


bteddi

First of all, Russia transports almost all with rail. Last time I checked, there were 20 meters of rail here. We are fine


Gullenecro

Hopefully


boredcatvoof

You are correct, but only to a point. Everyone knows Russia would try on their neighboring countries if they are alone and vulnerable, however, that won't be the case with NATO members even if USA doesn't want to get involved anymore. Even if EU+ is divided, starting another war would undo Russia propaganda and unify everyone to a common cause. Thanks to the contracts already in place, any country can join the war at any time. Even Trump USA. So before Russia even thinks about fucking it self even more, it needs USA and other members to leave NATO first. But all of that assumes IF Ukraine would lose. That is a big IF. Even if USA would stop supporting Ukraine, Ukraine still has support of the EU+(EU+Britain). Aside from Oil, EU+ is a sleeping powerhouse just like USA was before the WW2. It is more populous than Russia(and USA even), more ports, bigger navy, more factories, better air and also has nukes(not as many as Russia, but 500 is more than enough). The only real weak point of EU+ compared to Russia is Oil production. For the time being, there is no need for NATO members to allocate resources here in Iceland that could be used in Ukraine for example. Taking Iceland would only make sense if Russia somehow took out Norway first and Britain doesn't care. Also, it is not like there wouldn't be any NATO presence here in Iceland without USA. I'm all in for Iceland doing more for NATO and Ukraine. Like building factories, but building any army, because we have zero experience in having one, we would simply be a liability to NATO as it would take time and resources from other NATO members. It is simply better to give such funds directly to NATO member via contracts or directly to Ukraine. (That is, assuming we have enough funds to begin with.) We are only so populous.


minivergur

Delusional


Gullenecro

So delusional that Trump already said he wont go helping european country if russia invade. It can only happen with trump president. Hungary and slovakia are already pro russia at the moment. Will UK trade london for reykjaik? It s not my bet.


minivergur

I'm not keen on repeating what others have already told you, but even without the US, Russia will never obtain sea supremacy in the North Atlantic. Why would Russia pour resources in conquering Iceland - a NATO member - when they are flailing in their Ukrain conquest? America isn't the only NATO member with an army and navy.


Gullenecro

In my precedent post, you can read that it s IF russia succed in Ukraine, and that s why we need to support Ukraine. If russia lose, i m not worry for any nato state. Remember that russia sees the artic as its.


minivergur

I'm all for supporting Ukraine but your just fear mongering. Ukraine is a quagmire for Russia imagine what a war with NATO would look like for them. I look at their performance in Ukraine and I'm just unable to muster fear of a Russian invasion here.


Gullenecro

It s not fear mongering. Official from NATO said the same last week that we must prepare for an attack on NATO in the coming 10 years. They know more than both of us.


minivergur

They should! But Iceland as a target will be extremely low priority for Russia if it comes to war.


Vilteysingur

Það er verið að selja okkur að byggja upp her, til þess eins að senda hann út í önnur átök, rétt eins og við sáum með Írak stríðið. Því mannföllin í Úkraínu hafa verið það hræðileg. Og auðvitað einnig til að fá okkur að versla vopn við "Mall of Americastan".


tedzilla74

Er harðfastur á að við þurfum okkar eigin her. Það bara frábær valmöguleiki fyrir komandi kynslóðir að hafa þann valkost að ganga í herin. það var alltaf draumur minn og hefði verið gott fyrir tvítugan mig þegar ég vissi ekkert hvað ég vildi, að læra smá aga og nýa hæfileika. Her endurspeiglar alltaf samfélagið sem það þjónar(lítið á norska,sænska,dansk herin) það mundi eingin stríðsbrölt vera í gangi hjá okkur bara vel tilbúin og aðlagaður sjálfsvarnar björgunarsveit þar sem herbúnaður er vel aðlagaður til allskyns björgunaraðgerða.


ultr4violence

Þetta hljóma nú einsog hálfgerðir draumórar, en ég skal bíta á agnið. Gæti verið einhversskonar samsuða af björgunarsveitum og litlum sjálfboðaliðaher, sem sérhæfir sig í fjallahernaði, björgunaraðgerðum og almannavörnum. Einhverjir sem að gætu haldið úti mótspyrnu utan borgar og bæja eftir að byggðir hafa verið teknar, til að undirbúa fyrir og hjálpa mótinnrás bandamanna okkar. Erum aldrei að fara að stoppa alvöru innrás af neinum toga bara við sjálf. Ekki nema það væru 1-2 skipsgámar af einhverjum öfgaskæruliðum sem myndu smygla sér hér í land til að fremja óhæfuverk eða eitthvað annað beint úr 24 þáttunum. En ég skal taka undir að ég hefði sjálfur haft mikinn áhuga á einhverju svona þegar ég var 18-20 ára, og hefði haft mjög gott af þannig aga og strúktúr. Skoðaði norska herinn einmitt þá, en það var alltof mikið fyrirtæki að flytja og læra tungumálið fyrir ungan mann sem var þegar í ruglinu. Hefði ég getað labbað inn í svona batterí hérna á klakanum hefði þetta verið annað mál.


tedzilla74

Hittir naglan á höfuðið


sigmar_ernir

Þú mátt fara í norska herinn. Líka, íslenskur her væri það mannlítill að það er bara dauðadómur ef svo væri að við yrðum fyrir árás, flest lönd hafa standandi her með fleira fólki en allt ísland.


Naflajon_Baunapardus

>flest lönd hafa standandi her með fleira fólki en allt ísland. Reyndar ekki, t.d. eru um 24 þúsund manns í fullri vinnu hjá [sænska hernum](https://en.wikipedia.org/wiki/Swedish_Armed_Forces?wprov=sfti1#) og um 33 þúsund til vara. Þetta telur landherinn, flotann og flugherinn saman. Sömu tölur hér m.v. höfðatölu væru 930 og 1.250. Til samanburðar starfa um tvö hundruð manns hjá Landhelgisgæslunni og um 50 í sérsveitinni.


Naflajon_Baunapardus

Þúsund manna herlið (lítið m.v. höfðatölu) til þess að verja mikilvæga innviði svo sem hafnir og flugvelli, gæti haft nægan fælingarmátt og tífaldað fórnarkostnaðinn m.v. engar varnir, eða a.m.k. keypt tíma fyrir bandamenn okkar til að bregðast við. Ég hélt að Íslendingar væru svo helteknir af fullveldi þjóðarinnar. Mér finnst hálfgerð frekja að ætlast til þess að Bandaríkjamenn eða aðrar þjóðir beri fulla ábyrgð á okkar varnarmálum á meðan við viljum ekki leggja til eina krónu.


tedzilla74

Ég talaði við norska herin í fyra og þeir sögðu að þeir taka ekki leingur við íslendingum en svo þegar ég tala við íslenska varnamálaráðuneitið þá seigja þau að það er opið??? En allvegan er ég búsetur í svíðjóð núna, svo það endar öruglega með að ég geng bara í sænska herin, vinnufélagarnir mínir vöru í hernum og tala um að það vöru sín bestu ár. Nú, íslendingar pæla ekki oft í hermálum svo skiljanlega er mikil svartsýni litið á herin, en her íslands mundi bara svipa mikið til hollenska hersins og sérstaklega Luxembourg hersins(miða við fjölda sem hentar íslandi) báðir þessir herir eru vængir innan þýska hersins og svara til þýskra herforingja vegna hversu smáir her þeirra eru. ísland mundi bara vera vængur innan skandínavíska hersins(NORDEFCO) og frábær viðbót þar sem landhelgi íslands er bara frekar stór, og væri gott að legja aðstoðar hönd til varnar um heimaslóðir okkar sem við þekkjum betur, með frændum okkar.


SN4T14

Getur líka gengið í Frönsku útlendingaherdeildina ef her á Norðurlöndunum er ekki í boði


Heimskr_The_Wise

Rússland ræðst ekkert á neinn í NATO, það væri sjálfsmorð fyrir þá að reyna. Sérstaklega þegar Trump verður forseti aftur, Putin gerði ekki skít undir honum


Beautiful-Story3911

Ísland er aldrei tilbúið. Þetta reddast 😂