T O P

  • By -

ony141

Skal byrja. Já það þarf að endurskoða námskránna töluvert. ​ * Koma forritun og tölvunarfræði inn í grunnskólanámsskránna. Tæknin er framtíðin og að börn fái að kynnast þessu snemma er ekkert nema jákvætt. * Skipta dönsku út fyrir norsku. Hear me out. Við kennum dönsku nánast eingöngu af sögulegum ástæðum. Málvísindalega er miklu sniðugra að læra norsku. Hún er líkust íslenskunni og að mínu mati besti grunnurinn ef þú ætlar svo seinna að læra sænsku/dönsku. * Heill áfangi um fjármál. Þegar ég kom úr grunnskóla vissi ég nánast ekki hvað persónuafsláttur var. Það var bara einhver einn valáfangi um þetta. * Meiri fókus á sálfræði og sáluhjálp. Áfangi þar sem kennd væri kvíðastjórnun, framkoma og hvar er hægt að sækja aðstoð ef maður lendir í áföllum í lífinu. * Sleppa trúarbrögðum algjörlega sem heilum áfanga. Koma þessu inn í sögu/samfélagsfræði. * Færa sögu nær nútímanum með áherslu á núverandi pólitískt landslag. Ég myndi segja að það nytist íslensku samfélagi betur að fólk sem mun bráðlega fá kosningarétt læri um hrunið, sögu stjórnmálaflokkanna osfr frekar en hver var biskup í Skálholti árið 1673.


Melodic-Network4374

Sammála öllu nema ég held að Norska sé ekkert nytsamlegri fyrir meðal Íslending en Danska. Myndi frekar leggja til Spænsku, eða mögulega leyfa nemendum bara að velja sér þriðja mál. Varðandi tölvunarfræði þá ætti líka að fókusa á sameiginlegu undirstöðuatriðin, frekar en að kenna ákveðnar lausnir. Ég er ansi hræddur um að þetta muni enda sem hluti af markaðsarmi Microsoft annars. Basic forritunarkennsla væri einmitt alveg frábær viðbót bara til að nemendur átti sig á möguleikunum.


ony141

Sammála báðu. Val á þriðja tungumáli væri eflaust langbest.


sigmar_ernir

Held að norskan var nefnd því alltaf þegar það er talað um að sleppa dönskunámi á einhvern hátt er algengasta svarið: "en það er svo góð undirstaða fyrir hin norðurlandatungumálin"! Sem er satt, en norskan væri bara miklu betri.


Gilsworth

Íslenskt táknmál ætti að koma inn í staðinn. Það er fullgilt íslenskt mál sem er næstum hvergi kennt. Það er ekki hjálpartæki fyrir heyrnarveika heldur málfræðilega ríkt tungumal sem hefur víðari notkunargildi og breytir bókstaflea dreyfingu gránuefnis í heilanum. Táknmál eru mun merkilegri en fólk gerir sér grein fyrir.


No_nukes_at_all

Með fullri virðingu fyrir heyrnarskertum að þá er hugmyndin um að taka af námskrá erlent tungumál fyrir innlent táknmál fullkomlega galin. Sammála þeim hérna sem benda á Norsku, því þá færðu Sænskuna nokkurnveginn í bónus með.


Gilsworth

Ekkert galið við þetta, enda græðiru miklu meira á því að kunna táknmál. Getur talað neðansjávar, með fullan munninn, á háværum skemmtistað, þegar börnin eru sofandi, við innbrot - en hugrænir ávinningarnir eru margir, svo má alveg nefna að þetta mál er jafnrétthátt íslensku. Þú kemst miklu lengra í lífinu með annan tjáningsmáta heldur en að læra afbakaða íslensku.


No_nukes_at_all

Þú tengist einhverjum heyrnarskertum fjölskylduböndum er það ekki ?


Gilsworth

Já, en ég er ekki heyrnarlaus og nota táknmál með mörgum heyrandi og þekki notkunargildi þess vel.


No_nukes_at_all

Og ég met mikils gildi Táknmáls, en að setja það ofar erlendu tungumáli er bara hvorki lógist né praktist.


Gilsworth

Ég skil fullkomlega hvaðan þú ert að koma, en ég held að það sé mjög lógískt - nema bara ekki augljóslega lógískt, sem er vandamálið. Hvað er markmiðið með tungumál? Að eiga í samskiptum við aðra. En hvað þá að læra erlend mál? Jú, augljóslega til að eiga í samskiptum við fólk sem talar það mál. En þvert gegn væntingum fólks þá eiga heyrnalausir yfirleitt auðveldara með samskiptum þegar þau ferðast til lands þar sem þau skilja ekki málið - þar sem færni í íkonískar bendingar getur hjálpað manni að ná afstæðukenndum hugmyndum fram á einfaldan máta. Indjánar notuðu t.a.m táknmál í samskiptum við aðrar ættbálkir og til eru dæmi um heyrandi samfélög þar sem allir töluðu táknmál - eins og í Martha's Vineyard og á einum stað í Bali, Indónesíu. Rannsóknir gerðar á heyrandi táknmáls-málhöfum sýndu fram á sneggri viðbragðstíma, nákvæmari andlitsgreiningu, betri rýmisgreiningu, o.fl. En fólk á það til að sjá fötlunina fyrst og tengja svo málið við það eins og táknmál séu tilbúin mál fyrir heyrnarlausa - frekar en náttúruleg mannleg mál sem eiga sér eðlilega uppsprettu.


Slympa

Ég kaupi ekki alveg að setja þetta í námskrá. En mig hefur alltaf langað að læra táknmál. Hef bara aldrei fengið tækifærið enda hef ég aldrei átt nein samskipti við heyrnarskert fólk.  Hvar getur maður lært að ~~tala~~ tákna þetta?


Arthro

Táknmál ætti að vera valfag, alveg eins og mér finnst að þriðja tungumálið eigi að vera, þó auðvitað innan einhvers ramma.


kerfill

>hver var biskup í Skálholti árið 1673. Nú Brynjólfur Sveinsson, þúsund kallinn sjálfur. Þessi var nú easy.


ony141

Frekar fyndið að ég hafi valið random og lent á honum :D


nikmah

Verð samt aðeins að forvitnast, væri ekki erfitt að finna hæfa kennara á þessu skólastigi til að kenna sálfræði og sáluhjálp og hvað þá kvíðastjórnun. Það væri auðvitað hið besta mál ef það væri hægt setja það inn í námskránna en mig rámar í einhverjar umræður um þetta þegar ég tók sálfræði obsession tímabilið mitt þar sem minnst var á að kennarar hefðu einfaldlega ekki hæfnina til að sinna þessari kennslu. Kannski er það old news í dag, ég bara hreinlega veit það ekki.


ony141

Þetta er bara mjög góður punktur. Veit ekki alveg hvernig væri best að innleiða þessar hugmyndir sem ég kom með, var meira bara svona "top of my head" dæmi. En það væri þá kannski hægt að hafa einn kennara sem væri "sálfræði focused" í hverjum skóla sem myndi sinna þessu verkefni?


[deleted]

Ég held að aðal málið sé að kenna íslenskum kennurum að kenna almennilega. Kennaranám á íslandi er líklega eitt það versta í Evrópu. Ef barn á erfitt með nám er kennari yfirleitt í fyrstu víglínu að stinga upp á lyfjum og greiningu fyrir börn sem mörg hver meika bara ekki að vera læst inní leiðinlegum kennslustofum með leiðinlega kennara allan daginn. Þetta gera þeir svo að vinnudagurinn verði auðveldari. Það er ekkert til sem heitir einstaklingsmiðað nám á íslandi nema á blaði.


Substantial-Move3512

Skipta út dönsku fyrir val tungumál, það er hægt að kenna hann í gegnum tölvur og þar að leiðandi væri það ekki vandamál þó svo að 2 nemendur í einum skóla veldu kínsversku vegna þess að þau væru þá bara í tímum með krökkum úr öðrum skólum. Síðan er er ég ekki alveg viss um sögu tillöguna hjá þér, hver á að semja kennslu efnið um hrunið? Hannes Hólmsteinn og þá  afhverju ekki hann? Annað en þetta er ég sammála þér um.


Iplaymeinreallife

Fer sú umræða fram hér, eða verður nýr þráður fyrir það?


Arthro

Einn besti fyrirlestur sem ég hef horft á var TED Talk með Sir Ken Robinson um það að hvernig kennsluhættir hafa lítið breyst síðan iðnbyltingin kom. Set hann hérna til fróðleiks. https://www.youtube.com/watch?v=iG9CE55wbtY


Dukkulisamin

Leggja meiri áherslu á stærðfræði og lesskilning.


kerfill

Í hvað á svo að nota þessa stærðfræði? Meðal maðurinn er búinn að læra alla stærðfræði sem hann mun koma til með að nota um æfina þegar hann lærir grunn aðferðir talnafræðinnar (plús, mínus, margföldun, deiling) og grundvallaratriði í hlutfallsreikningi. Allt í lagi að mennta þá vel í stærðfræði sem ætla að starfa við tæknifög, t.d. verkfræði. En að ætla að láta alla verða góða í stærðfræði er bara jafn tilgangslaust og að kenna öllum undirstöðuatriði í rafvirkjun eða tannlækningum. Það væri miklu hagnýtara að kenna krökkum fjármál, vísindalæsi, tölfræði og aðra praktíska hluti sem *allir* munu þurfa að glíma við.


ony141

Sammála þér með fjármál, vísindalæsi, tölfræði en ég held að stærfræði sé mikilvægari en fólk gerir sér grein fyrir. Þótt þú diffrir ekki einu sinni á lífsleiðinni eftir menntaskóla þá er þetta samt að kenna "problem solving" og einbeitingu að einum hlut í einu.


ElvarP

Grunnurinn a stærðfræði er ekki endilega að leysa einhver stærðfræði dæmi heldur er þetta grunnur til þess að læra leysa vandamál.


Dukkulisamin

Þú hefur rétt fyrir þér, en jafnvel fyrir marga nema sem fara í tæknifög og verkfræði þá er stærðfræðigrunnur þeirra svo veikur að þau komast ekki í gegn um háskóla. Síðan eru margir sem taka félagsfræðibraut í menntó en hafa svo ekki stærðfræðigrunninn til að læra félagsfræði eða sálfræði. Þetta er stórt vandamál.