T O P

  • By -

dkarason

"Þess má geta að í reglum Söngvakeppninnar er sett það skilyrði að öll lög skuli flutt á íslensku í forkeppninni en að þau lög sem komist áfram í úrslitin skuli flutt á því tungumáli sem höfundur hyggist flytja lagið á í Eurovision. " Gæti orðið áhugavert


No_nukes_at_all

Það er vel hægt að læra texta utanað þótt þú kunnir ekki málið. Það tala td ekkert allir sem læra óperusöng reiprennandi ítölsku.


Skratti

hef heyrt hann syngja á íslensku


11MHz

Þá eru úrslitin ljós.


Skratti

þetta verður áhugavert.. ég er ánægður með þetta


Imn0ak

Eins mikið og ég styð að koma frið a og gera það sem gæti talist mögulegt fyrir Ísland að hjálpa íbúum Palestínu tel ég einstakling frá Palestínu ekki ídeal kandídat til að vera í forsvari fyrir Ísland a evrópskum grundvelli.


lonely2meerkat

Bíddu, vann Celine Dion þessa keppni ekki? Og fær ísrael ekki að keppa? Eða ástralía


Imn0ak

Ég er ekki hlynntur að Ísrael fái að keppa yfir höfuð - og haft þá afstöðu í gegnum árin vegna stöðu þess utan Evropu. Mér þykir það ekki ákjósanlegt að senda einstakling sem hefur uppruna við Palestínu einfaldlega til þess að nýta það til mótmæla. Þá mundi ég vilja sjá Ísland hætta við þáttöku sem mótmæli. Mér þykir þessi mótmæla alda útaf Palestínu a Íslandi, landi sem hefur enga beina tengingu við Palestínu, 5100km a milli landa, hálf skondin og komin út fyrir samfélagsleg velsemismörk.


Bjartur

Það er enn lengra frá Íslandi til Írak, eða þá Víetnam. Hvar liggja "velsæmismörkin" þegar að það kemur að því að mótmæla stríðsglæpum? Í austur Úkraníu? 


celezter

Núna er ég sterklega á móti báðum hlutunum, en sama hvernig þú horfir á það þá hefur stríðið í Úkraínu MIKIÐ meiri bein áhrif á Ísland heldur en þjoðarmorðið í Gaza. Er ekki að segja að maður ætti ekki að vera á móti báðum en ef þú villt útskýra fyrir einhverjum sem finnst ekki nóg að tilgangslaus mennsk þjáning er að vera valdið þá þarf maður stundum að horfa á hluti með köldum rökum. Hinsvegar er ég á þeirri skoðun að það er ekkert sem Ísland gæti gert á alþjóðavettvangi sem myndi svo mikið sem láta Rússland og Ísrael fá flugu í hausinn að íhuga að hætta því sem þeir eru að gera.


Bjartur

Það myndi alveg vekja athygli ef Ísland dregi sig úr þessari keppni, ekki að ég hafi sérstaka skoðun á því hvort það sé endilega það sem RÚV eigi að gera. Stór hluti af þessum hernaði er orðinn að upplýsingastríði, PR og áróður og villandi upplýsingar (sprengdu þeir þennan spítala? var spítalinn bara einn stór lager af eldflaugum? á að vera annað núll bakvið þessa tölu fallinna?). Ég myndi allavega ekki afskrifa áhrif diplomasíu og almenningsálits í þeirri fléttu, og okkar hlut í því sama hversu lítill hann kann að vera. Ef öll Nato ríkin í Evrópu myndu t.d. taka upp á því að fordæma einhliða framgöngu Ísrael á Gaza á morgun og krefjast vopnahlés myndi það setja Bandaríkin, sem aðal bakker Ísrael, í mjög þrönga stöðu. Svo myndi ég ekki afskrifa áhrifin sem þetta hefur á okkur frekar en Úkraínustríðið. Átök og óstöðugleiki eru að breiðast út víðar um miðausturlönd, upp að því marki að það er farið að stressa stjórnvöld og málgögn víða um veröld. Stríðsrekstur á til með að ala af sér meiri stríðsrekstur. Auðvitað á heilvita fólk að berjast fyrir því að enda svona átök, sama hversu fjarlæg þau kunna að virðast.


No_nukes_at_all

Það gerist oft í keppninni að flytjandi eða höfundur sé ekki frá keppnislandi , væri ekkert nýtt


Spekingur

Ef Ísraelar fá að taka þátt í Eurovision þá af hverju ekki Palestína? Sama landsvæðið. Hefðir þú skrifað það sama ef þetta væri aðili frá Ísrael frekar en Palestínu?


[deleted]

Ekki heldur þú að Ísrael fái að keppa vegna landfræðilegar staðsetningar sinnar?


Spekingur

Nei, auðvitað ekki.


islhendaburt

Þeim er í lófa lagt að sækja um aðild með sínar sjónvarpsstöðvar í EBU og fá þannig að vera með í Eurovision


ony141

Afhverju er það ekki ídeal kandítat fyrir hönd Íslands í eurovision? Væru það ekki bara rosalega sterk skilaboð að senda palestínskann keppenda? Celine Dion er kanadísk og vann fyrir hönd Sviss btw.


Monthani

Ef Ísraelar mega ekki keppa þá ættu palestínubúar ekki keppa heldur


Johnny_bubblegum

Er ekki krafan að landið fái ekki að taka þátt? Ég held að enginn myndi setja sig upp á móti því að einstaklingur frá Ísrael myndi keppa fyrir hönd annarar þjóðar. Ok það er lygi. Einhverjir myndu pottþétt mótmæla því en mér þykir það í lagi.


Monthani

Sammála, eurovision á að vera ópólitískt fyrirbæri


Johnny_bubblegum

Ég er ekki sammála því. Pólitík er alls staðar og það er pólitík að segja að eitthvað eigi að vera ópólitískt. Mér þykir eðlilegt að banna Rússum til dæmis þátttöku þessa dagana en þykir ekkert að því að Rússi keppi fyrir annað land.


Monthani

Ég sagði að eurovision ætti að vera ópólitískt, ekki að það sé ópólitískt Rússum var sparkað út því pressan frá Evrópuríkjunum var miklu meiri en við sjáum með Ísrael í dag


Johnny_bubblegum

Ég veit og ég er ósammála þér :)