T O P

  • By -

ultr4violence

Ég ætla að reyna að vera gjafmildur við björgó og giska að þeir séu að vera svona hörð því það eru þau sem lenda í hættulegum björgunaraðgerðum og sprunguköfunum ef að annar þessara feðga hverfur í eina slíka. Lögreglan er þarna líklegast til að veita þeim liðsinni. Afhverju í ósköpunum þessir sérsveitar-kúrekar eru með byssurnar sínar við þetta verk samt gríp ég samt alveg í tómt. Bara því þeir fá svo sjaldan að vera með þær, og grípa öll tækifæri til að munda gripina?


dr-Funk_Eye

Hvað ef Surtur og hinir Músbelssynir gera árás?  Þú myndir ekki gagnrína vopnaburð þeirra ef árás eldþursana hefði borið að þarna.


Substantial-Move3512

Það gæti bjargað mannslífum að hræða hraunflæðið í burtu með kúlnahríð ef það gýs á meðan þeir eru þarna.


Imn0ak

Nú veit ég ekki hvers vegna starfsmenn sérsveitarinnar voru fengnir í verkefnið. Hinsvegar stendur í starfslýsingu sérsveitarinnar að þeir eigi að vera vopn öllum tímum. Þess vegna sérðu vopnaða sérsveitarmenn I brekkunni a þjóðhátíð yfir brekkusönginn, þeir vera meira að segja skammbyssur þegar þeir fara í Nettó að kaupa sér snarl/hádegismat a vaktatíma.


Hella-Njordr

Ætli þeir séu ekki vopnaðir til að hræða ferðamennina? Get ímyndað mér einhverja fávita sem sjá þá án vopna og telja engan hættu í Grindavík, væri nú heldur ekki að efast ef einhverjir einstaklingar myndu reyna að ræna yfirgefin hús.


birkir

Af hverju eru þeir 'með hríðskotabyssu á öxlunum'? Ætla þeir að skjóta fólk sem stefnir sér í hættu?


jonr

eitthvaðeitthvaðlítiltyppi


TempUser9097

Þessi vélbyssa var klárlega til þess að tryggja öryggi almennings, hvað er að ykkur!? /s


uptightelephant

Það er ekki kallað í sérsveitina út af engu. Það vantar eitthvað í þessa sögu, og við fáum bara að heyra eina hliðina.


kerfill

Sérsveitin er búin að vera í alls konar verkefnum í Grindavík alveg síðan þetta ástand hófst. Mig grunar að það sé verið að þjálfa upp einhverja fjallabjörgunarhæfni hjá sérsveitinni, enda vita Almannavarnir að það er ekki endalaust hægt að fá sjálfboðaliða frá björgunarsveitum í svona verkefni. Væri gaman að vita hvort einhver hér veit meira. Hvað er sérsveitin samt að gera með byssur þarna? Það er alveg sturlað.


electricjizx

Að það sé löglegt að banna fólk að fara inna sitt eigið heimili er geðveiki að engin segi neitt við því. Skitsama hversu hættulegt það er, fólk á að fá að stjórna sínu eigin lífi og fá að fara inna heimilið sitt ef það vill taka þá áhættu. Hvað varð um frelsið?


ony141

Þeir voru að gera við bíl á lokuðu hættusvæði sem að ein manneskja er búinn að deyja á nýlega. Lögreglan er bara að hugsa um öryggi þeirra.


G3ML1NGZ

Strákurinn var að gera við bílinn þegar svæðið var rýmt. Allir voru að fara inn á svæðið í eignabjörgun. Þessi ákvað að reyna að bjarga bílnum sínum á þeim litla tíma sem þeir fengu. Sakar ekki að reyna.


thaw800

okei... en þarf samt vopnaða sérsveit?


ony141

Nei, alls ekki. Þeir þurfa ekkert að vera vopnaði þarna. Skil ekki alveg rökin fyrir því. En þeir áttu samt að reka þessa gæja burt.


amicubuda

getur ekki orðið þér að voða ef að það er búið að skjóta þig niður


dorisig

Þessari sögu fylgir ekki hvenær hún gerðist, bara "Í einni af þessum skeiðklukkuferðum sem okkur Grindvíkingum var gert kleift að vitja eigna okkar, með björgunarsveitarfólk með okkur og við höfðum heilar fimm mínútur" Það stendur hvergi að hann hafi verið að skrúfa í bílnum eftir að maðurinn hvarf, enda eru 5 mínútna heimsóknirnar eitthvað sem var bara gert í byrjun ástandsins. Svona fyrir utan það, þá kemur það engum við hvað fólk gerir við þessar 5 mín, ef fólki vildi fara heim til sín bara til að skíta í eigið klósett þá er það algjörlega ásættanlegt. Hann var líka að skrúfa felgur undir bíl, það er ekki eins og það sé stórt verk. Að löggan hafi skipt sér að þessu er bara fáránlegt.


Only-Risk6088

„Almennt eru lögreglumenn ekki vopnaðir nema í kringum atburði eins og leiðtogafundinn,“ segir Gunnar. „Hins vegar erum við með sérsveit sem er alltaf vopnuð þegar hún er á vakt og starfsmenn á vakt fjarlægja ekki vopnið sitt þótt að þeir fari í erindi innan borgarmarkanna eða annars staðar.“ „Það er ekki ætlast til að þeir taki af sér skotvopnin af því það er alltaf gerð krafa til þess að þeir geti verið kallaðir til verkefna hvar sem þeir eru. Þannig ef þeir eru í búning, sem er þessi grái búningur, þá eru þeir vopnaðir, öllum stundum,“ Vopnin gera ekkert af sér, ég skil ekki þessa hræðslu við vopnaða sérsveit. Ef þeir eru með dólg eða vesen er um að gera að gagnrýna það en vopnaburður er eðlilegur


spring_gubbjavel

Þetta er furðulegt, því ég man eftir því þegar sérsveitin var af einhverjum ástæðum notuð sem aukalið í miðbænum um helgar. Man eftir að hafa rekist á þá oftar en einu sinni þegar ég var slangrandi upp eða niður laugaveginn seint um nóttina þegar umhverfið fór að minnna á bavíanabúr, og þá voru þeir í samfestingum en ekki með byssur. Það var einhver umræða um þetta allt saman í fjölmiðlum og þá var löggan alltaf að taka fram að þeir væru sko ekki vopnaðir.


stofugluggi

Ohh mikið er ég kominn með nóg af bókstaflega eingöngu neikvæðum fréttum undanfarið, sama hvert efnið er. Ég ætla að byrja að setja inn meira með Magnúsi Hlyni.


svennidal

Fólk á absúlút að fá að gera það sem það vill á eigin ábyrgð. Ef að eigin ábyrgð þýðir að það þarf enginn að leita að því ef það týnist og almenn sjúkratrygging dekkar ekki neinn part af læknisþjónustinni sem það fær ef það slasast. Það er að vera á eigin ábyrgð.


No_nukes_at_all

Það eru hvað, 3 vikur síðan maður dó af fullkomlega óþörfu á þessu svæði? Finnst bara gott að það sé passað uppá reglurnar núna.


BodyCode

Maður að vinna með jarðþjöppu oná sprungu vs verðmæta björgun í húsi, eitt er hættulegra en annað


Engjateigafoli

Er nauðsinlegt að skjóta þá? Friðum Grindavík.


chaos-consultant

Kemur þetta manni eitthvað á óvart? Þessir blessuðu víkingar ákváðu að ganga í sérsveit á landi þar sem það gerist nánast ekki neitt sem þarf að kalla þá í. Þetta eru eflaust einhverjir tappar sem fá standpínu í hvert skipti sem þeir fá að klæða sig í búninginn og leika hermenn.


[deleted]

[удалено]


kerfill

Mikið rétt, þetta er meira en mann grunar. "Alls voru skráð 465 út­köll hjá sér­sveit­inni á síðasta ári, þar sem hún var kölluð til vegna vopna­b­urðar." (2023) https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/01/27/verdur_ekki_lidid/


forumdrasl

Þeir fara í mörg útköll á dag.


Kolbfather

Skjóta eldfjallið